SELDUR!

Buffet „Expression“

200.000kr.

Buffet „Expression“ altósaxófónn. Gerður eftir teikningum af Keilwerth SX90R saxófón. Framleiddur í kringum árið 1990. Sterkbyggður fónn með miklum eiginleikum eins og t.d. hæða stillanlegir lófaklappar á vinstri hönd. Þéttur og kraftmikill tónn næst úr öllum fóninum.

Nýlega búið að skipta um púða á efra tónsviði fónsins og verður skipt um neðra áður en hann fer til nýs eiganda. Einnig eru nokkrar smá beyglur á honum sem verða réttar við. Lakkið á honum er nokkuð gott en smá blettir hér og þar vegna notkunar.

Þessi fónn kemur mjög á óvart og hentar mjög vel í popp- og rokktónlist til að ná miklum krafti og skera í gegn. Hentar ágætlega fyrir ljúfu tónana líka og þá sérstaklega neðra tónsvið.

Ásett verð 200.000 krónur


Fónninn er til sýnis og reynslu hjá Alberti Sölva – vinsamlega hafið samband á klappar[at]klappar.is til að bóka prufutíma
Ath.: Standur og munnstykki fylgja ekki með.

SELDUR!

Category: Tag: