Buescher Big B
150.000kr.
Buescher Big B altósaxófónn. Framleiddur í kringum 1941 en þrátt fyrir aldur spilar hann vel. Buescher Big B fónar voru kallaðir það vegna þess hversu stór bjalla þeirra er en þessi ákveðni fónn hefur ekki þessa „stóru bjöllu“, þar sem framleiðsla Buescher á þessum tíma var að breytast úr Aristocrat-hönnun yfir í Big B og svipar hann meira til Aristocrat.
Búið er að skipta um alla púða og var fónninn hreinsaður og stilltur. Ein beygla var rétt við á neðri hluta bjöllunar en heilt yfir lítur fónninn nokkuð vel út þó að lakkið sé ekki alveg 100 prósent. Skemmtilegur og léttleikandi fónn sem nær að draga fram anda fortíðarinnar á sjarmerandi máta.
Ásett verð 150.000 krónur
Fónninn er til sýnis og reynslu hjá Alberti Sölva – vinsamlega hafið samband á klappar[at]klappar.is til að bóka prufutíma
Ath.: Standur og munnstykki fylgja ekki með.